Að upplifa sterkan jarðskjálfta

Ég lýsti í þessari bloggfærslu hér hvernig tilfinningu ég fékk fyrir jarðskjálftanum 28. maí sl. Þar minntist ég á titring og veltu. Fyrsta tilfinningin er eins og ef jarðvegsþjöppu sé snúið við og maður standi á þjöppuplötunni. Við þannig aðstæður finnst mikill titringur, en jafnframt er vægari tilfinning fyrir bylgjuhreyfingu í jörðinni. Á meðan titringurinn ríður yfir er eins og í gegnum jörðina fari með miklum hraða lág bylgja sem orsakar yfirborðshreyfingu líkt og aðrar bylgjur. Þaðan kemur sú tilfinning að maður sé ekki staddur í húsi heldur skipi.

Við þessar kringumstæður er líklega öruggast að gera minnst annað en að standa kyrr og að reyna að vara sig á fallandi hlutum. Að reyna að komast út úr húsi getur að líkindum haft ýmsa hættu í för með sér vegna fáts og óðagots. Þetta verður fólk þó að meta sjálft m.t.t. aðstæðna því auðvitað er hugsanlegt að hús hrynji þó líkur á því séu ekki miklar a.m.k. ekki hér á Íslandi. En dæmin um skólahúsin sem hrundu í jarðskjálftunum í Kína sýna því miður að allt getur gerst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Einhvern veginn leið mér vel í 17. júní skjálftanum árið 2000. Tel mig hafa þá skýringu að sökum míns titrings í vinstri handlegg, hrífi allt undir 4 á Richter ekki á spasman. Handleggurinn fór einmitt alveg í slökun í koju um borð í Norrænu

Eiríkur Harðarson, 9.6.2008 kl. 23:56

2 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Takk fyrir innlitin. Athyglisvert hvernig titringurinn virkar á spasmann í handleggnum Eiríkur. Já það er óhugnanlegt hvernig jörðin opnast Ester. Það gerðist einmitt í skjálftanum árið 2000 en þá opnaðist gjá við gafl á sumarbústað. Það er samt frekar sjaldgæft að það gerist því oftast þekkja menn sprungusvæðin og leyfa ekki mannvirkjagerð á þeim. En það er líka athyglisvert að það er eins og skjálftar komi í hrinum út um alla jörð á svipuðum tíma og eins er athyglisvert að síðustu stóru Suðurlandsskjálftar eru að vori til eða snemmsumars.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 10.6.2008 kl. 22:25

3 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Ég er nú bara leikmaður á þessu sviði en ég tel mig samt vita að stærri sprungusvæði hér á Suðurlandi eru vel þekkt. Hvernig jarðvísindamenn finna þau þekki ég samt ekki. Ég held að það sé ekkert byggt á sprungusvæðum, hvorki sumarhús né útihús. Aðal vandinn varðandi jarðskjálfta snýst um að spá fyrir hvar og hvenær þeir verða og hversu sterkir þeir verða. Ef þetta væri vitað fyrirfram þá væri hægt að spá fyrir um afleiðingarnar með nokkurri nákvæmni.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 10.6.2008 kl. 22:41

4 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Já, satt segirðu Ester, það er mikil mildi að ekki urðu meiri slys á fólki. Jú þetta tók nú á taugarnar en fyrstu mínúturnar voru erfiðastar, þ.e. á meðan maður vissi ekki alveg hvað hafði gerst og hvort allir væru heilir á húfi.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 12.6.2008 kl. 17:25

5 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Takk fyrir það Ester.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 12.6.2008 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband