Laugardagur, 26.4.2008
Vetrarkvöldið síðasta
Vetrarkvöldið síðasta gekk ég út í garð og hlustaði andartak á raddir vorsins. Um daginn hafði rignt og mófuglarnir voru iðandi af fjöri. Hrossagaukurinn og tjaldurinn kváðu við raust og einnig heyrðist í gæsum. Yfir flaug svo álft lágt í norðausturátt. Góður endir á hörðum vetri.
Athugasemdir
Gleðilegt sumar, Ragnar!
Jón Valur Jensson, 26.4.2008 kl. 13:16
Gleðilegt sumar
Frétti af þulunni um tíkina hennar Leifu og set hér mína útgáfu (var búið að loka á færslur), sem kenndi mér móðir mín Guðný.
Þetta var sem sagt gáta og spurningin hvernig tíkin hefði getað komið þessu öllu ofan í sig.
Tíkin henna Leifu
tók sig fram um margt
át nýja skaflaskeifu
skinn og vaðmál svart.
Tíkin sú var ekki ein því henni fylgdi Óðinn
át hún flot og feitt ket,
feiknalega svo lét,
rótaði hún í sig Rangárvöllum,
Reykjanesi og Bakka öllum,
Ingólfsfjalli og öllum Flóa,
aftur lét hún kjaftinn mjóa,
en þó var hún ekki nema með hálfan kvið.
Svarið við gátunni var svona; orðin voru skrifuð á harðfiskroð og tíkin át roðið! Vilhjálmur á Brekku var eitt sinn í sjónvarpsviðtali og þá fór hann með þulu sem var eitthvað í þessum dúr en tíkin át miklu meira held ég og ekki það sem okkar Flóatík var búin að hesthúsa - að sjálfsögðu!
Þórdís Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 18:24
Sæl verið þið, gleðilegt sumar sömuleiðis og takk fyrir innlitið. Takk fyrir vísuna Þórdís.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 27.4.2008 kl. 11:18
Gleðilegt sumar Ragnar. Megir þú eiga marga sólardaga þó sólin í hjartanu skipti mestu
Þorsteinn Sverrisson, 1.5.2008 kl. 22:16
Sæll Þorsteinn, takk fyrir innlitið og góða kveðju sömuleiðis.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 2.5.2008 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.