Fimmtudagur, 17.1.2008
Lagiđ „Mańana“ međ Bay City Rollers
Ég ćtlađi ađ fara ađ blogga um lagiđ góđa Mańana međ Bay City Rollers sem fékk mjög mikla spilun í útvarpi áriđ 1972 og 1973 og fór ađ leita á ţví á YouTube en fann ekki ţrátt fyrir nokkra leit. Mańana sló í gegn í söngkeppni sem Radio Luxembourg hélt áriđ 1972. Á Wikipediu kemur fram ađ lagiđ hafi fengiđ mikla spilun á nokkrum stöđum í Evrópu og í Ísrael. Ţađ kom mér nokkuđ á óvart ađ 45 snúninga plata lagsins hafđi ekki komist á lista í Bretlandi yfir söluhćstu plöturnar, a.m.k. miđađ viđ ţá miklu spilun sem lagiđ fékk á Íslandi og á Radio Luxembourg.
Ţađ voru nokkur lög sem heyrđust mjög oft hér á landi ţessi árin og Mańana var eitt ţeirra. Ţetta var fyrir daga rásar 2 og Ríkisútvarpiđ reyndi ađ standa sig vel og koma til móts viđ óskir um vinsćl lög međ ţćtti sem Jón B. Gunnlaugsson stjórnađi en hlustendur hringdu inn og báđu um óskalög. Ég man ekki lengur hvađ ţátturinn hét en man ekki betur en hann hafi veriđ mjög vinsćll, alla vega man ég ađ á útvarpiđ var oftast á í skólabílnum sem keyrđi okkur krakkana úr skólanum á Selfossi í Gaulverjabćjarhreppinn og ţá var ţessi ţáttur hlustađur upp til agna.
Heimildir:
http://en.wikipedia.org/wiki/Bay_City_Rollers
http://en.wikipedia.org/wiki/Radio_Luxembourg_%28English%29
Meginflokkur: Uppáhaldslög | Aukaflokkar: Tónlist, Útvarp | Breytt 17.5.2008 kl. 18:18 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.