Lagið „Mañana“ með Bay City Rollers

Ég ætlaði að fara að blogga um lagið góða „Mañana“ með Bay City Rollers sem fékk mjög mikla spilun í útvarpi árið 1972 og 1973 og fór að leita á því á YouTube en fann ekki þrátt fyrir nokkra leit. „Mañana“ sló í gegn í söngkeppni sem Radio Luxembourg hélt árið 1972. Á Wikipediu kemur fram að lagið hafi fengið mikla spilun á nokkrum stöðum í Evrópu og í Ísrael. Það kom mér nokkuð á óvart að 45 snúninga plata lagsins hafði ekki komist á lista í Bretlandi yfir söluhæstu plöturnar, a.m.k. miðað við þá miklu spilun sem lagið fékk á Íslandi og á Radio Luxembourg.

Það voru nokkur lög sem heyrðust mjög oft hér á landi þessi árin og „Mañana“ var eitt þeirra. Þetta var fyrir daga rásar 2 og Ríkisútvarpið reyndi að standa sig vel og koma til móts við óskir um vinsæl lög með þætti sem Jón B. Gunnlaugsson stjórnaði en hlustendur hringdu inn og báðu um óskalög. Ég man ekki lengur hvað þátturinn hét en man ekki betur en hann hafi verið mjög vinsæll, alla vega man ég að á útvarpið var oftast á í skólabílnum sem keyrði okkur krakkana úr skólanum á Selfossi í Gaulverjabæjarhreppinn og þá var þessi þáttur hlustaður upp til agna.

Heimildir:

http://en.wikipedia.org/wiki/Bay_City_Rollers
http://en.wikipedia.org/wiki/Radio_Luxembourg_%28English%29


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband