Þriðjudagur, 15.1.2008
Forleikur að Holberg svítu nr. 40 eftir Edvard Grieg
Holberg svítan eftir Edvard Grieg sem skrifuð var 1884 í tilefni af tvö hundruðustu ártíð dansk-norska leikskáldsins Ludwig Holberg er áheyrilegt verk og þó það hafi öðlast minni frægð en t.d. tónlist úr Pétri Gaut er það ekki síður athyglisvert og fallegt. Upprunalega var verkið samið fyrir píanó en í dag er það oft flutt af strengjasveit. Eftirfarandi upptöku fann ég á YouTube og valdi hana af nokkrum sem í boði voru vegna þess að upptakan nær töluverðri breidd, nær t.d. djúpu strengjunum vel og pizzicato köflunum sem virðast hverfa nánast alveg í öðrum upptökum sem ég fann þarna. YouTube upptökur eru yfirleitt 'teknar á staðnum' á litlar vélar og því er ekki að búast við miklum upptökugæðum en þó skilar tónlistin sér oft furðanlega miðað við aðstæður. Hérna er verkið flutt af strengjasveit Corelli tónlistarskólans "Pinarolium Sinfonietta". Stjórnandi er Claudio Morbo.
Heimild: Wikipedia: http://en.wikipedia.org/wiki/Holberg_Suite
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.