Ţriđjudagur, 15.1.2008
Forleikur ađ Holberg svítu nr. 40 eftir Edvard Grieg
Holberg svítan eftir Edvard Grieg sem skrifuđ var 1884 í tilefni af tvö hundruđustu ártíđ dansk-norska leikskáldsins Ludwig Holberg er áheyrilegt verk og ţó ţađ hafi öđlast minni frćgđ en t.d. tónlist úr Pétri Gaut er ţađ ekki síđur athyglisvert og fallegt. Upprunalega var verkiđ samiđ fyrir píanó en í dag er ţađ oft flutt af strengjasveit. Eftirfarandi upptöku fann ég á YouTube og valdi hana af nokkrum sem í bođi voru vegna ţess ađ upptakan nćr töluverđri breidd, nćr t.d. djúpu strengjunum vel og pizzicato köflunum sem virđast hverfa nánast alveg í öđrum upptökum sem ég fann ţarna. YouTube upptökur eru yfirleitt 'teknar á stađnum' á litlar vélar og ţví er ekki ađ búast viđ miklum upptökugćđum en ţó skilar tónlistin sér oft furđanlega miđađ viđ ađstćđur. Hérna er verkiđ flutt af strengjasveit Corelli tónlistarskólans "Pinarolium Sinfonietta". Stjórnandi er Claudio Morbo.
Heimild: Wikipedia: http://en.wikipedia.org/wiki/Holberg_Suite
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.