Föstudagur, 16.11.2007
Til hamingju Sigurbjörn!
Sigurbjörn biskup er vel að þessum heiðri kominn því þótt ritstörf hans myndu ein og sér nægja til þessara verðlauna þá sýndi hann í kvöld í Þjóðleikhúsinu og þjóðin fékk að fylgjast með í beinni útsendingu að hann er einn af mestu og bestu ræðumönnum sem þessi þjóð hefur alið. Hann er því ekki bara maður hins ritaða heldur einnig hins talaða orðs og það með glæsibrag. Ég minnist t.d. frægra sjónvarpspredikana hans hér á árum áður sem voru umtalaðar og annálaðar fyrir góðan flutning og hve auðvelt hann átti og á greinilega enn með að hrífa áhorfendur og áheyrendur með sér.
Sigurbjörn Einarsson hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Menning og listir, Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 21:06 | Facebook