Ásbúðir

Ljóð eftir Brynjólf Guðmundsson: 

Ásbúðir 

Borgarís skammt frá
Konungur íshallarinnar
andar köldu á landið
þoka breiðist yfir ströndina

Kvöldganga
fjörugrjótið
syngur við
fætur okkar

Hafið leikur
undir sinn
þunga óð við
sker og klappir

Kollur á eggjum
blikar við bakkann
bíða eftir að
ungar gári vatnið

Í fjarlægð
gagg í lágfótu
bíður færis að
færa björg í bú

Ásbúðir
töfraland
náttúrunnar
á Skaga

Birtist fyrst í júní 2005: http://www.vina.net/index.php/brynjolfur/2005/07/07/asbueir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband