Var útvarpsstöð á Akureyri fyrir 1930?

Var útvarpsstöð á Akureyri fyrir 1930? Mig minnir að hafa heyrt sagt frá því í útvarpsþætti um Willard Fiske sem fluttur var líklega á Rás 1 fyrir einu eða tveimur árum. Ég hef prófað að gúgla þetta en finn ekkert á netinu og hef ekki mikinn tíma fyrir heimildaleit á söfnum. Kannski luma lesendur bloggsins á einhverjum fróðleik um þetta og gaman væri að fá athugasemdir sem varpað gætu ljósi á þetta mál.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Mér kemur helst til hugar að benda þér á að tala við einhvern Akureyring sem er kominn af léttasta skeiði, þú hlýtur að þekkja einhvern sem er ekki votur á bakvið eyrun þarna fyrir norðan. Annars er ég bara að skjóta út í loftið.

Eiríkur Harðarson, 19.6.2007 kl. 13:10

2 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Sæll Eiríkur og takk fyrir innlitið. Já það væri víst best. Mig langar alla vega að fá þetta á hreint. Mig minnir að stöðin hafi verið fullbúin en aldrei hafið útsendingar því Rúvið var að byrja og lögin skullu á þeim og þá var ekkert annað að gera en að pakka saman. En best er að fullyrða ekkert nema heimildir séu fyrir því og því held ég áfram að grennslast fyrir um þetta.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 19.6.2007 kl. 16:58

3 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Aha, nú er ég búinn að finna eitthvað. Willard Fiske sá mæti velgjörðarmaður Íslendinga kom ekki við sögu, enda lést hann 1904 heldur Sjónarhæðarsöfnuður að því er virðist, sjá þessar færslur hérna: [1] og [2]

Ragnar Geir Brynjólfsson, 19.6.2007 kl. 17:28

4 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Sjá t.d. þessa tilvitnunf frá 1928:

„Þann 26. mars berast fregnir af því að til útvarpsstöðvarinnar hafi heyrst í Californíu 4.300 mílur í burtu. “

Sjá hér: [1]

Ragnar Geir Brynjólfsson, 19.6.2007 kl. 17:31

5 identicon

Sæll ég myndi hafa samband við þá í RSÍ.

Því í bókinni rafeinda tækni í XX ár sem er saga rafeindavirkjunar á Íslandi er merk grein um þessa útvarpstöð.

Kveðja Örn.G

Örn Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 10:20

6 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Takk fyrir innlitið og ábendinguna Örn.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 20.6.2007 kl. 17:37

7 identicon

Upphaf fjarskiptasendinga

Á Vesturlöndum er almennt talið að Guglielmo Marconi (1874-1937) hafi orðið fyrstur til að finna upp loftskeytatækni. Hann var af ítölskum ættum og írskum ættum, fæddur í Bolognahéraði á Norður-Ítalíu.
Árið 1895 var Marconi kominn það langt með tilraunir sínar að hann gat sent merki þráðlaust nokkra tugi metra. Ári seinna tókst honum að senda skeyti yfir Bristol-flóann, 15 km vegalengd.

Heimildir: Rafeindatækni í 150 ár (Þorsteinn J.Óskarsson)

Örn Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 13:09

8 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Já við stöndum í þakkarskuld við Marconi. Án hans hefðu þessi mál væntanlega farið hægar af stað og fjölmiðlun í dag því ekki jafn langt komin og hún er. Það sem ég hef sérstakan áhuga á í þessu sambandi er sá vísir að fjölmiðlun sem kominn var hérlendis þegar Rúv-ið fékk einkaleyfi sitt til útvarpssendinga á Íslandi 1930. Staða mála á því sviði hefur líkast til lítið verið rannsökuð en þegar heimildirnar eru skoðaðar kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós. Áhrifin af stofnun Rúv eru eflaust margvísleg og erfitt að segja til um hvað hefði gerst ef stjörnvöld hefðu farið aðra leið. Ég tek samt eftir því að íslenskar sjónvarpsútsendingar byrja sérlega seint, þ.e. ekki fyrr en 1966 og þá fyrir áhrfiin frá Kanasjónvarpinu. Þegar haft er í huga að sjónvarpið var fundið upp löngu fyrr og kynnt á heimssýningunni 1938 eða 28 árum fyrr þá virðist það frekar langur tími. Ég hef t.d. tekið eftir því að heil kynslóð lampasjónvarpstækja kom aldrei hingað til lands, þ.e. fyrstu tækin.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 23.6.2007 kl. 15:35

9 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Hvernig er það Ragnar minn er ekki kominn tími á næsta pistil?

Eiríkur Harðarson, 25.6.2007 kl. 03:45

10 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Jú Eiríkur satt er það en það verður dálítil bið á moggabloggspistli enn um sinn því ég hef núna loksins drifið mig í að birta ferðasögu til Júgóslavíu frá 1989 og bloggtíminn fer í það þessa dagana. Hún er í nokkrum köflum hérna: [1]

Ragnar Geir Brynjólfsson, 25.6.2007 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband