Holtarót og harðasægja

Þó nú ári vel hefur það ekki alltaf verið raunin á Íslandi. Ekki þarf að leita langt aftur til að finna heimildir um hallæri og óáran. Eitt gamalt máltæki eða vísuorð úr Flóanum varpar nokkru ljósi á það hvað fólk hefur þurft að leggja sér til munns þegar illa áraði. Máltækið er svona:

Allt er matur er í magann kemur
nema holtarót og harðasægja.

Hægt er að geta sér til að holtarót sé lyngrætur í mosaþúfum holtanna, en heimildarmaður minn Brynjólfur Guðmundsson segir að harðasægja sé þurrkaðar rætur af stör og gulnefju. Gulnefja er að hans sögn með langar rætur. Það er auðvelt að geta sér þess til að sá sem leggur sér þessa fæðu til munns hlýtur að vera illa farinn af hungri. Nú væri fróðlegt að heyra frá lesendum hvort þeir kannist við þetta máltæki eða kunni nánari skil á holtarót, harðasægju eða gulnefju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband