Heimurinn er enn í sköpun

Þetta álit sem Fry hefur á Guði segir meira um ófullburða guðshugmynd hans en Guð. Hann virðist t.d. ekki gera ráð fyrir því að heimurinn sé ennþá í sköpun og þróun. Þannig séð geta hugmyndir okkar um algóðan, alvitran og al-fallegan Guð átt þátt í því að beina þróuninni inn á ákveðnar brautir, til dæmis þá braut að hvetja okkur til að gerast þátttakendur í sköpuninnni og sköpunarverkinu. Ein leið til þessarar þátttöku er sú að reyna að finna lækningu við beinkrabbameini. Þannig séð verður illska og böl heimsins sérstök áskorun á hendur mannkyninu, áskorun sem verður að svara. Hver mínúta sem varið er annað hvort til góðs eða ills vegur mun þyngra í þannig heimi heldur en í heimi þar sem ekki er gert ráð fyrir Guði.


mbl.is „Guð er vitfirringur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ViceRoy

Verð nú bara að segja það sama hér og ég sagði á bloggi Mofa:

Guð, Jahve (Jehóva) er upprunalega guð gyðinganna, refsigjarn og einfaldlega reiður guð ef marka má gamla testamentið, Sódóma og Gomórra er gott dæmi um það, sem og faraldrarnir 7 (ef mig minnir rétt að þeir hafi verið svo margir)  Ekki hefur sá guð þurrkað neitt út í aldanna rás.

Guð, Jahve, er guð kristinna og kaþólskra manna og kvenna, sem og réttrúnaðarkikjunnar sem fylgir gamla tímatalinu... þann guð og þann spámann samþykkja gyðingar ekki.
Fyrirgefandi faðir Jesú krists, sem fórnaði syni sínum til að fyrirgefa syndir mannanna... núllstilla mannkynið og gefa því tækifæri á að bæta ráð sitt til hins betra, ekki hefur það tekist.

Guð, Jahve (öðru heiti í arabísku tungmáli Allah (sem þýðir Guð)) er guð múslima... bæði sjíta og súnníta múslima... Sami guð og finnst í kristni og gyðingatrúnni... þann guða og spámann samþykkja hvorki gyðingar né kristni...
Hef nú ekki lesið kóraninn svo vel að ég geti lýst guði múslima svo vel, en hins vegar veit ég að múslimar samþykkja Jesú sem spámann, en ekki sem son Guðs...

Þetta er einn óákveðnasti guð sem ég hef séð! Hann á svo og svo marga trúarhópa sem berjast innbyrgðis og hafna öllu sem hinn hefur að segja og það gera þessir "þrír" guðir líka! Þó kristið fólk hafni "Allah" og Múhameð.. þá geta þeir ekki hafnað gyðingdómnum þar sem það er sami guðinn og gyðingdómurinn kom á undan!

En aftur, ég er ALLS ekki að reyna að gera lítið úr þinni trú eða neins manns trú, svona sé ég þetta og Stephen Fry má bara alveg standa fastur á sinni trú um Guð, hver sem hún er... og ég er bara eiginlega sammála honum, þó þú þurfir ekki að vera það.

Trú þín er sú sem trú þín er og trú mín er sú sem trú mín er, hún skiptir nákvæmlega enga aðra máli en okkur sjálf, því öll getum við túlkað þessa veröld og biblíuna á okkar hátt... Og það verða sennilegast flestir ósammála um öll þessi mál :) um ókomna tíð, hefur alltaf verið og verður alltaf.

ViceRoy, 2.2.2015 kl. 21:16

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

Sæll Ragnar Geir.

Þú segir:

Hver mínúta sem varið er annað hvort til góðs eða ills vegur mun þyngra í þannig heimi heldur en í heimi þar sem ekki er gert ráð fyrir Guði.

Af hverju segirðu það?  ÉG held að Guðleysingjarlíti einmitt svo á að þeir séu að taka þátt í "sköpunarverkinu", með því að reyna að skilja heiminn eftir aðeins btri en þegar við fæðumst inn í hann. Það þarf engan Guð til þess.

Til dæmis, ef við reynum að finna lækningu við beinakrabbameini, skiptir þá nokkru hvort við gerum það í nafni Guðs eða bara alveg þan þess að spá nokkuð í einhver Guð?

Ég er ekkert ða segja að þú og aðrir megi ekki alveg hafa ykkur hugmynd um Guð og lifa samvkæmt henni, ég er bara að benda á að rökstuðningur þinn í þessum pistli er ósanfærandi.

Hver mínúta sem varið er annað hvort til góðs eða ills vegur bara alls ekkert "þyngra" í heimi það sem hið góða er kallað "Guð" heldur en í heimi þar sem ekki er gert ráð fyrir Guði. Hið góða verður enn til, þó við köllum það ekki Guð.

Skeggi Skaftason, 2.2.2015 kl. 21:42

3 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Skeggi/ViceRoy, takk fyrir innlitin. Ég mun svara síðar. Er að fara að sofa núna og stefni á að opna á fleiri innkomnar athugasemdir annað kvöld.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 2.2.2015 kl. 21:58

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Samkvæmt kristnum teoríum liggur svarið við spurningu eða ásökun þessa Fry alveg fyrir og er beisiklí einfalt.

Í jarðneskum táradal er hið illa, djöfullinn, allsráðandi og fær leikið talsverðum lausum hala á köflum.  Það hefur sínar afleiðingar.

Ok. Afhverju stoppar guð hann ekki?  Er Guð vondur? o.s.frv., þá er því til að svara, samkvæmt kristnum teoríum, að nei, - guð er reyndar mjög góður að hafa þó hemil á djöfsa!  

Því hversu vondur gæti ekki djöfsi orðið ef hann fengi frjálsar hendur ef hann er þetta vondur nú?  Guð gerir mikið og gott verk með því að hafa hið illa svona þokkalega í böndum.

En, og nú kemur önnur burðarstoð hinna kristnu teoríu, - að Jesú, sonur guðs sem er guð, - að hann er að koma ,,second coming", - og þá verður stóridómur og í framhaldi Paradís, fullkomleiki, á jörðu hér.  Þ.e.a.s. fyrir þá sem eru þess verðugir.  Þeir sem óverðugir dæmast verður kastað í ystu myrkur.

Svona er nú teorían í stuttu máli.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.2.2015 kl. 22:47

5 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Takk fyrir innlitið Bjarki. Ég svara síðar.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 3.2.2015 kl. 20:01

6 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Hér koma svörin, ViceRoy fær fyrstu svör.

"ViceRoy":

"Guð, Jahve (Jehóva) er upprunalega guð gyðinganna, refsigjarn og einfaldlega reiður guð ef marka má gamla testamentið, Sódóma og Gomórra er gott dæmi um það, sem og faraldrarnir 7 (ef mig minnir rétt að þeir hafi verið svo margir) Ekki hefur sá guð þurrkað neitt út í aldanna rás."

Guð gamla testamentisins refisgjarn og reiður? Ég held að þetta sé dæmi um smækkaða sýn á Guð gamla testamentisins. Ef við skoðum Mósebækurnar þá eru þær auk sögunnar af sköpun heimsins og frasagna af Abraham, Ísak og Jakobi að stórum hluta saga af togstreitu milli tveggja persóna: Guðs og Faraós. Í þessum samanburði er það Guð sem sýnir þolinmæði gagnvart duttlungum Faraós sem vill sýna mátt sinn gagnvart Guði. Við gætum alveg eins lesið gamla testamentið sem alvarlega áminningu um slæma framkomu okkar gagnvart jörðinni og náttúrunni í dag. Við horfum ekki á allar þessar fjöldamörgu aðvaranir sem við fáum og þrjóskumst við að breyta hegðun okkar í takt við það sem jörðin þolir. Í rauninni hefur of lítið breyst frá því viðureign Guðs og Faraó lauk.

"Fyrirgefandi faðir Jesú krists, sem fórnaði syni sínum til að fyrirgefa syndir mannanna... núllstilla mannkynið og gefa því tækifæri á að bæta ráð sitt til hins betra, ekki hefur það tekist."

Jú, það hefur svo sannarlega tekist þó vissulega megi alltaf gera betur. Hefurðu ekki lesið æviágrip dýrlinganna? Ég mæli með bókinni "Butler's Lives of the Saints", sem líka er hægt að fá í Kindle útgáfu.

"Þetta er einn óákveðnasti guð sem ég hef séð! Hann á svo og svo marga trúarhópa sem berjast innbyrgðis og hafna öllu sem hinn hefur að segja og það gera þessir "þrír" guðir líka! Þó kristið fólk hafni "Allah" og Múhameð.. þá geta þeir ekki hafnað gyðingdómnum þar sem það er sami guðinn og gyðingdómurinn kom á undan!"

Kristnin hafnar að sjálfsögu ekki tengslum sínum við gyðingdóm. Um múslima ætla ég ekki að tjá mig þar sem ég þekki lítið til þeirra persónulega.

"En aftur, ég er ALLS ekki að reyna að gera lítið úr þinni trú eða neins manns trú, svona sé ég þetta og Stephen Fry má bara alveg standa fastur á sinni trú um Guð, hver sem hún er... og ég er bara eiginlega sammála honum, þó þú þurfir ekki að vera það."

Takk fyrir það. Já, og að sjálfsögðu má Fry hafa sína trú. En ég er líka frjáls að benda á hve takmarkaða sýn hann hefur á Guð. En það má kannski skrifa það á reikning guðfræðinga og presta að hafa ekki tekið nógu fast á því sem er kallað bölsvandinn: http://en.wikipedia.org/wiki/Problem_of_evil. Í rauninni má segja að þeir hafi ekki verið nógu fljótir/duglegir að nýta sér þróunarkenninguna í guðfræðinni og að hægt er að líta svo á að heimurinn sé enn í sköpun. Hugsanlega eru þeir of fastir í sköpunarsögunni en það þarf ekki annað en hugsa í 5 mínútur eða svo til að sannfærast um að heimurinn sé enn í sköpun. Allt sem við gerum skapar eitthvað nýtt, hvern dag fæðast börn og heimurinn þróast.

"Trú þín er sú sem trú þín er og trú mín er sú sem trú mín er, hún skiptir nákvæmlega enga aðra máli en okkur sjálf, því öll getum við túlkað þessa veröld og biblíuna á okkar hátt... Og það verða sennilegast flestir ósammála um öll þessi mál :) um ókomna tíð, hefur alltaf verið og verður alltaf."

Trú okkar skiptir aðra máli en okkur sjálf, hún mótar lífsviðhorf okkar og hefur veruleg áhrif á þá sem næstir okkur standa og samfélagið. Hún á stóran þátt í því að móta menninguna og samskipti fólks. Að mínu mati er reginmunur á því lífsviðhorfi að telja heiminn afleiðingu tilviljunar og að enginn æðri tilgangur sé með vistinni í þessum heimi eða því að telja heiminn afleiðingu sköpunar eða vera í sköpunarferli og að æðri tilgangur sé til auk hins veraldlega.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 4.2.2015 kl. 20:12

7 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Skeggi fær næsta svar:

"Skeggi":

"Af hverju segirðu það? ÉG held að Guðleysingjarlíti einmitt svo á að þeir séu að taka þátt í "sköpunarverkinu", með því að reyna að skilja heiminn eftir aðeins btri en þegar við fæðumst inn í hann. Það þarf engan Guð til þess."

Rétt er það. Góður vilji og samfélagsvitund er mörgum næg hvatning til góðs framtaks.

"Til dæmis, ef við reynum að finna lækningu við beinakrabbameini, skiptir þá nokkru hvort við gerum það í nafni Guðs eða bara alveg þan þess að spá nokkuð í einhver Guð?"

Fyrir þann sem þiggur velgjörninginn skiptir það ekki höfuðmáli. Verkið er jafn gott. En ástæður góðverksins geta verið mismunandi. Trú t.d. hvetur marga til góðra verka og hefur gert í gegnum aldirnar. Ég myndi t.d. ekki vilja búa í heimi sem væri án áhrifa kristinnar trúar.

"Ég er ekkert ða segja að þú og aðrir megi ekki alveg hafa ykkur hugmynd um Guð og lifa samvkæmt henni, ég er bara að benda á að rökstuðningur þinn í þessum pistli er ósanfærandi." [sic]

Hvernig þá? Þú hefur ekki hrakið hann.

"Hver mínúta sem varið er annað hvort til góðs eða ills vegur bara alls ekkert "þyngra" í heimi það sem hið góða er kallað "Guð" heldur en í heimi þar sem ekki er gert ráð fyrir Guði. Hið góða verður enn til, þó við köllum það ekki Guð."

Jú, vissulega vegur hún þyngra í huga hins trúaða því það bætist við auka vídd sem taka þarf tillit til. Ef við lítum svo á að við verðum ekki aðeins kölluð til ábyrgðar í þessum heimi heldur einnig hinum komandi heimi þá skiptir það máli. Kristinn maður lítur þannig á að hann beri tvöfalda ábyrgð á heiminum, þá sem hann þarf að svara fyrir í þessum heimi og þá sem hann þarf að svara fyrir gagnvart Guði.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 4.2.2015 kl. 20:17

8 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Ómar Bjarki:

Já, þetta er m.a. sjónarmið hinnar klassísku kristni. Vandamálið sem snýr að mörgum og Fry bregst við með þessum hætti er bölsvandinn sem ég minntist á áður, sjá hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Problem_of_evil . Nútímafólk sættir sig ekki lengur við þessi klassísku svör og vill fá ítarlegri og betri útskýringar. Ég held að þróunarkenningin hafi fært guðfræðingum þessi svör eins og ég kem inn á í pistlinum og í athugasemdum hér að framan.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 5.2.2015 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband