Laugardagur, 13.11.2010
Stórhættuleg lasertæki
Ekki veit ég um neinn hagnýtan tilgang með svona öflugum lasertækjum og ekki er þetta til sölu vegna þess að það sé notað í sporti, líkt og haglabyssur t.d. Ef þörf er á þessu vegna vísindarannsókna eða framkvæmda af einhverju tagi þá þurfa að gilda strangar reglur um meðhöndlun, t.d. eins og gilda um meðferð sprengiefna. Það er ótrúlegt að hver sem er geti keypt þetta í búð. Umsvifalaust ætti að banna alla sölu á þessu í sölubúðum til almennings en ekki bíða eftir því að ráðamenn í Brussel skipi okkur það að ofan.
En svona var það t.d. þegar radíum kom fyrst fram. Þá var fljótlega hægt að kaupa geislavirkan radíumelixír til inntöku! Það er eins og við áttum okkur ekki alveg hvað við erum með í höndunum þegar við fáum eitthvað nýtt og getum ekki séð afleiðingarnar fyrir.
![]() |
Flugmaður missti sjónina tímabundi vegna leysigeisla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
- Almannavarnir
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Lífstíll
- Ljóð
- Ljóð eftir Brynjólf Guðmundsson
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Ríkisútvarpið
- Samfélagsmál í Árborg
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skólamál
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Uppáhaldslög
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þjóðtrúin
- Öryggismál
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2018
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
-
Benedikt Helgason
-
Lýður Pálsson
-
Jón Valur Jensson
-
Bjarni Harðarson
-
Samtök um rannsóknir á ESB ...
-
Lára Stefánsdóttir
-
Jón Lárusson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Þorsteinn Sverrisson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Greta Björg Úlfsdóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Kristin stjórnmálasamtök
-
Kristján Björnsson
-
Kristján Eldjárn Þorgeirsson
-
Gunnlaugur B Ólafsson
-
Guðmundur Pálsson
-
Bryndís Böðvarsdóttir
-
Eiríkur Harðarson
-
Bjarni Jónsson
-
P.Valdimar Guðjónsson
-
Kolbeinn Karl Kristinsson
-
Einar Bragi Bragason.
-
Jeremía
-
Soffía Sigurðardóttir
-
Jón Ríkharðsson
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Þórhildur Daðadóttir
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Samtök Fullveldissinna
-
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
Nýjustu athugasemdir
- Dr. Peter Navarro og kenningar hans: Takk fyrir innlitið og athugasemdina Guðjón. Það má færa rök fy... ragnargeir 9.4.2025
- Dr. Peter Navarro og kenningar hans: Fín samantekt - og eins og bent er á - nútíma hnattrænn marxism... gudjonelias 9.4.2025
- Geta verndartollar bjargað innlendum iðnaði og fag...: Tollar á innfluttar vörur geta hvatt til staðbundinnar framleið... ragnargeir 4.4.2025
- Er neyðarútvarpið okkar tilbúið?: Neyðarútvarp sem reiðir sig á netsamband og FM-kerfi er berskja... ragnargeir 3.4.2025
- Er neyðarútvarpið okkar tilbúið?: Starlink í neyð? Kostnaðarsöm og ótrygg lausn RÚV hefur bent á... ragnargeir 3.4.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.4.): 22
- Sl. sólarhring: 458
- Sl. viku: 1174
- Frá upphafi: 78137
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 962
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 18
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við í Stjörnuskoðunarfélaginu notum grænan leysigeisla til að benda fólki á stjörnur og stjörnumerki þegar við tökum hópa í stjörnuskoðun. Þetta er þess vegna notað í sporti og hefur þar hagnýtan tilgang. Þeir geislar sem við notum eru 5mW en alls ekki sterkari og eru því ekki mjög bjartir.
TIlgangurinn með notkun okkar á leysigeislanum er að fræða fólk um himinninn. Það yrði okkur því talsvert tjón ef þetta yrði bannað vegna örfárra bjána sem kunna ekki með þetta að fara.
- Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 13.11.2010 kl. 11:50
Ef þetta getur valdið lífshættu er það tjón sem stjörnuskoðunarmenn verða fyrir ansi léttvægt þó það verði bannað.
Sigurður Þór Guðjónsson, 13.11.2010 kl. 12:44
Ég hef fengið svona geisla í augun þar sem ég stóð við eldhúsvaskinn heima hjá mér. Það var einn ungur drengur hér í húsinu á móti mér að leika sér. Verð að viðurkenna ég var nokkra daga að ná fyrri sjón. Þessi ljós svíða langt inn í haus. Vegalegndin frá stofuglugga unglingsins inní eldhúsglugga hjá mér er 50 metrar ég bý í Laugarnesinu. Þetta eru hættuleg leiktæki þegar þeim er beitt svona. Já það væri slæmt ef þeir sem hafa almennileg not af svona ljósum tapi þeim vegna ör fárra bjána sem ekki kunna með þau að fara. Gs.
Guðlaugur (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 12:48
Takk fyrir innlitið Sævar.
Ég bendi þér að horfa á fréttir RÚV frá í gær en þar var einmitt fjallað um þetta mál. Litlir bendileysar eru ekki skaðlegir og mörg dæmi eru um gagnsemi þeirra, m.a. meðal þetta sem þú nefnir. Það sem er hér til umræðu eru sterku bendarnir.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 13.11.2010 kl. 12:49
Takk fyrir innlitið Sigurður.
Ég bendi á fróðlega og áðurnefnda frétt á RÚV frá í gær hérna:
http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4547160/2010/11/12/3/
Þar kemur fram að litlu bendarnir eru ekki skaðlegir en sterku bendarnir eru það.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 13.11.2010 kl. 12:50
Takk fyrir innlitið og athugasemdina Guðlaugur.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 13.11.2010 kl. 12:53
Geta menn ekki verið sammála um að þetta á ekki að vera í höndunum á börnum.
Einar Steinsson, 15.11.2010 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.