Gufugleypirinn getur nýst sem lofthreinsibúnaður

Öskumistrið var býsna þykkt í dag á Selfossi og skyggni lítið. Fíngerður grár salli þekur allt útivið. Til að þetta berist ekki inn í hús þarf að loka gluggum. Fæstir búa svo vel að eiga lofthreinsibúnað heima hjá sér en úr því má bæta því inni á flestum heimilum er gufugleypir fyrir ofan eldavélina. Ef gufugleypirinn er látinn malla yfir daginn þá hreinsar hann loftið í íbúðinni því hann dælir því í gegnum síu. Þannig er hægt að vinna gegn svifryksmenguninni innanhúss. Betra er að óþverrinn safnist fyrir í síunni sem hægt er að skipta um en í lungum heimilisfólksins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband