Teresusystur í Ingólfsstræti – arfleifð Móður Teresu

Í dag, 5. september, er minningardagur Móður Teresu frá Kalkútta, sem hlaut Friðarverðlaun Nóbels árið 1979 og var síðar tekin í tölu heilagra af kaþólsku kirkjunni. Hún er líklega ein þekktasta kona 20. aldar fyrir þjónustu sína við fátæka og sjúka á Indlandi.

Móðir Teresa stofnaði árið 1950 regluna sem kallast á ensku Missionaries of Charity, en á íslensku eru þær þekktar sem Kærleiksboðberarnir eða einfaldlega Teresusystur. Reglan breiddist hratt út um heim og sinnir í dag hjálparstarfi víða. Árið 1996 komu Kærleiksboðberarnir einnig til Íslands og hafa starfað hér óslitið síðan. Þær eiga heimili að Ingólfsstræti 12 í Reykjavík, þar sem þær hafa aðsetur sitt og sinna þeim sem búa við bág kjör og veita einnig aðstoð við safnaðarstarf kaþólsku kirkjunnar. 

Þetta starf er lítt áberandi í opinberri umræðu, en það á sér djúpar rætur í hugsjónum Móður Teresu. Þær lifa einföldu lífi, verja tíma sínum í þjónustu við aðra og mynda þátt í velferðarneti borgarinnar – þótt þær starfi utan hins opinbera kerfis.

Teresusysturnar minna okkur á að samfélag okkar byggist ekki aðeins á opinberum úrræðum heldur líka á óeigingjörnu framlagi einstaklinga og hópa sem leggja sig fram um að hlúa að þeim sem standa höllum fæti. Sjá ítarlegri pistil um Móður Teresu á kirkjunetinu: [Tengill].


Bloggfærslur 5. september 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband