Miðvikudagur, 30.7.2008
Hrafnarnir komnir aftur
Nú hef ég fregnað að hrafnar hafi sést hér á Selfossi. Það var á föstudagsmorguninn síðasta 25. júlí sem tveir hrafnar sáust leika sér í uppstreyminu yfir nýja sjúkrahúsinu á Selfossi. Þetta eru fyrstu hrafnafréttir sem ég fæ í nokkurn tíma en eins og bloggvinum mínum er kunnugt um þá virtust þeir hafa horfið af svæðinu eftir jarðskjálftana.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Umhverfismál, Vinir og fjölskylda, Þjóðtrúin | Breytt s.d. kl. 10:20 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
- Almannavarnir
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Lífstíll
- Ljóð
- Ljóð eftir Brynjólf Guðmundsson
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Ríkisútvarpið
- Samfélagsmál í Árborg
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skólamál
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Uppáhaldslög
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þjóðtrúin
- Öryggismál
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2018
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
-
Benedikt Helgason
-
Lýður Pálsson
-
Jón Valur Jensson
-
Bjarni Harðarson
-
Samtök um rannsóknir á ESB ...
-
Lára Stefánsdóttir
-
Jón Lárusson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Þorsteinn Sverrisson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Greta Björg Úlfsdóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Kristin stjórnmálasamtök
-
Kristján Björnsson
-
Kristján Eldjárn Þorgeirsson
-
Gunnlaugur B Ólafsson
-
Guðmundur Pálsson
-
Bryndís Böðvarsdóttir
-
Eiríkur Harðarson
-
Bjarni Jónsson
-
P.Valdimar Guðjónsson
-
Kolbeinn Karl Kristinsson
-
Einar Bragi Bragason.
-
Jeremía
-
Soffía Sigurðardóttir
-
Jón Ríkharðsson
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Þórhildur Daðadóttir
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Samtök Fullveldissinna
-
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
Nýjustu athugasemdir
- Er neyðarútvarpið okkar tilbúið?: Neyðarútvarp sem reiðir sig á netsamband og FM-kerfi er berskja... ragnargeir 3.4.2025
- Er neyðarútvarpið okkar tilbúið?: Starlink í neyð? Kostnaðarsöm og ótrygg lausn RÚV hefur bent á... ragnargeir 3.4.2025
- Er neyðarútvarpið okkar tilbúið?: Er Iridium raunhæft til að hlusta á RÚV? RÚV hefur nefnt Iridiu... ragnargeir 3.4.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 87
- Sl. sólarhring: 364
- Sl. viku: 381
- Frá upphafi: 76825
Annað
- Innlit í dag: 63
- Innlit sl. viku: 260
- Gestir í dag: 62
- IP-tölur í dag: 62
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nákvæmlega. Hef reyndar ekki séð þá eftir skjálfta en þeir voru mikið hér við Fossveginn, vonandi koma þeir aftur bráðlega. Það er eftirsjá af þessum skemmtilega fuglu. Ég tala við hrafninn þegar ég fer út að labba og þeir svara alltaf. Krummakveðjur til þín
Ásdís Sigurðardóttir, 30.7.2008 kl. 10:52
Mér finnst þetta nú í meira lagi undarlegt. Ég bý hér á Selfossi. Ég hef séð hrafna hér nánast daglega frá 29. maí s.l. Marga við Ölfusá og einnig hér inni í bænum.
Sigurður Sveinsson, 30.7.2008 kl. 12:29
Takk fyrir innlitin. Fyrst leiðrétting. Hrafnarnir á föstudaginn voru ekki að leika sér í uppstreymi yfir sjúkrahúsinu heldur sátu þeir á því og flugu svo niður með ánni. Athyglisvert að heyra þína frásögn Sigurður. Getur hugsast að þeir haldi sig meira við ána yfir sumartímann?
Ragnar Geir Brynjólfsson, 30.7.2008 kl. 12:58
Ég er stutt frá ánni og hér hafa þeir ekki verið elskurnar. Sátu oft út á ljósastaurunum hér fyrir framan blokkina og svo svifu þeir við húsið sem Pétur Kúld er að byggja hér fyrir framan hjá mér, nú er enginn, en ég mun fylgjast vel með og láta þig vita.
Ásdís Sigurðardóttir, 30.7.2008 kl. 13:07
Takk fyrir það Ásdís.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 30.7.2008 kl. 13:18
Ég var að reyna að senda þér bloggvinabeiðni en það virkar ekki hjá mér, ertu til í að prófa hjá þér?? þá get ég fylgst betur með blogginu þínu.
Ásdís Sigurðardóttir, 30.7.2008 kl. 13:21
Krumminn er minn uppáhaldsfugl og vinur. Þeir láta mig vita af sér á haustin, að þeir séu komnir í fæði eftir sumarfrí.
Þeir fara alltaf í sumarfrí, undantekningalaust. Kveðjur!
Rúna Guðfinnsdóttir, 30.7.2008 kl. 18:55
Búinn að senda þér bloggvinabeiðni Ásdís. Takk fyrir innlitið Rúna. Já, þetta á sér sjálfsagt allt sínar skýringar og hugsanlega ekkert óvenjulegt við þetta. Kannski er þessi "hrafnablinda" mín og annarra bara ein af afleiðingum skjálftans.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 30.7.2008 kl. 22:15
Ég tek undir það að ég hef enga hrafna séð í nokkurn tíma og þó voru þeir mikið hér í kringum Löngumýrina fyrir skjálfta.
Eini hrafninn sem ég hef séð nýlega hér innanbæjar er Hrafn sonur minn

Solveig Pálmadóttir, 31.7.2008 kl. 21:54
Þegar þú minnist á þetta með hrafnana, þá get ég tekið undir að ég hef ekki séð eða tekið eftir þeim. Þeir hafa oft verið að gera af gamni sínu í stóru trjánum hér í nágrenninu á morgnana þegar maður er á leið til vinnu. Hins vegar tók ég eftir því að minna var um köngulóar-pláguna í vor en í fyrra og árið þar áður.
Fátt hræðist ég meira í lífinu en þessar áttfættu veiðiklær. Ég hef eitrað fyrir kvikyndinu á hverju sumri og helst 1-2 í mánuði. Í vor eitraði ég eftir skjálftann stóra, vegna þess að ég var að fara til útlanda, ekki það að það þyrfti. Síðan hef ég ekkert þurft að úða á húsið mitt. Það hefur sést eitt og eitt kríli, ekkert til að fárast út af.
Svona þegar maður er búinn að skrifa þetta niður fer maður að hugsa um það hvort þetta segi meira um mann sjálfan!
Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 22:28
Takk fyrir innlitin og sögur af hröfnum og köngulóm.
Köngulærnar hafa verið mikið hér í Baugstjörninni í ár eins og undanfarin ár. Ég leyfi þeim að spinna sína vefi í friði úti en ef þær hætta sér inn þá hendi ég þeim út. Mér er verr við flugurnar svo ég læt köngulærnar eiga sig og þær trufla mig ekkert nema þegar ég geng inn í vefina sem er ekki óalgengt. Ótrúlega sterkir þessir vefir og erfitt að sjá þá. 
Ragnar Geir Brynjólfsson, 1.8.2008 kl. 07:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.