Færsluflokkur: Evrópumál
Mánudagur, 27.4.2009
Vel mælt Steingrímur!
Þessi orð Steingríms eru löngu tímabær. Það þarf ýmsu að breyta í starfsumhverfi fjölmiðla hér en samt ekki í þá veru sem hugsun fjölmiðlafrumvarpsins frá 2004 gengur út á. Samkeppnislögin ættu að duga til að hindra of mikla samþjöppun á þessum markaði eins og öðrum. Þrátt fyrir allt eru útvarpslögin skýr og kveða á um óhlutdrægni en það virðist ganga erfiðlega að framfylgja þeim af einhverjum ástæðum. Í rauninni væri heppilegast ef neytendur fjölmiðlanna gætu sjálfir séð um að veita aðhaldið en í núverandi fyrirkomulagi er RÚV tryggð bæði mikil og örugg athygli sem og fjármunir skattgreiðenda og því er aðhald neytenda erfiðleikum bundið.
Til að af þessu aðhaldi geti orðið þarf að skapa starfsumhverfi þar sem aðilar á ljósvakamarkaðnum njóta jafnræðis hvað varðar ríkisstyrki. Útvarpsgjaldinu ætti að útdeila í réttu hlutfalli við framboð fjölmiðla af íslensku efni en ekki til kostunar á erlendum sápuóperum og neytendur efnisins ættu að hafa eitthvað að segja um til hvaða fjölmiðla þeir kjósa að hluti af gjaldinu renni. Þannig ætti að vera hægt að skapa bæði jafnræði og heilbrigða samkeppni milli fjölmiðlanna og byggja upp flóru sjálfstæðra aðila sem ættu að geta verið til í langan tíma með tilheyrandi stöðugleika og án þess að búa við óöryggi vegna afkomu og yfirtöku stórra fjölmiðlasamsteypa. Slíkt fyrirkomulag myndi rétta hlut þeirra gagnvart RÚV.
Fleiri pistla um þetta efni er að finna í efnismöppunum um sjónvarp, útvarp og ríkisútvarpið á þessari síðu.
Elítan vill í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 18.4.2009
Er fresturinn of skammur fyrir evruna?
Í Fréttablaðinu í dag las ég að CCP telur að það geti haldið höfuðstöðvum sínum hér í tvö ár ennþá miðað við núverandi gjaldeyrishöft. Svipuð viðhorf þar sem rætt hefur verið um að best sé að opna hagkerfið með nýjum gjaldmiðli sem fyrst hefur mátt heyra í fjölmiðlum undanfarið, m.a. í Spegli RÚV nýlega. Ef staðan er almennt þannig hjá fyrirtækjum að þau þola ekki lengur við en 2-3 ár í núverandi kerfi þá bendir það sterklega til að evran sé ekki inni í myndinni sem raunhæfur valkostur.
Þessu veldur óhjákvæmilegur tími sem aðildarumsókn að ESB hlýtur að taka, sem og tími í kjölfar þess sem fer í aðlögun hagkerfisins svo það verði hæft til að taka upp evruna. Það má vera mikil flýtimeðferð sem verður komin með Ísland inn í myntbandalag ESB áður en 2-3 ár eru liðin. Sá góði maður Benedikt Jóhannesson talaði í umræddum Spegli og lagði þar ríka áherslu að þetta þyrfti að gerast sem fyrst, annars færum við aftur á "vefstólastigið" eins og hann komst að orði.
Ég hef ekki miklar efasemdir um stöðumat Benedikts og stjórnar CCP en ég hef aftur á móti efasemdir um að tilveruna í ESB með tilheyrandi fullveldisafsali, afsali fulls forræðis yfir landbúnaðarmálum og einnig afsali yfir nýtingu sjávarauðlinda. Hvernig verður öryggismálum í ESB t.d. háttað? Mun síðar verða stofnaður Evrópuher og mun e.t.v. verða herskylda í þeim her? Verða Íslendingar þá herskyldir? Er þetta allt ásættanlegt fyrir það eitt að fá að skipta um gjaldmiðil?
Sumir ESB sinnar tala eins og þeir sjái framtíðina í kristalskúlu. Það gerðu líka þeir aðilar sem vildu koma Orkuveitu Reykjavíkur í hendur einkaaðila. Þá átti allt að gerast á leifturhraða og þá var mikið talað um mikla hagkvæmni þess að framkvæma aðgerðina. Samlíkingin er slæm. Sígandi lukka er best. Það er gott og sjálfsagt að hafa í huga að enginn, alls enginn sér framtíðina, jafnvel þó þeir hafi bestu fáanlegu tölulegar upplýsingar við höndina.
Flest bendir því til að ef ásættanleg lausn fyndist í gjaldmiðilsmálinu þá væri hægt að fara yfir ESB umræðuna á þeim rólegu nótum og á þeim tíma sem slík umræða hlýtur óhjákvæmilega að þarfnast.
Í nýlegum pistlum: Kjósendur fái að minnsta kosti þrjá valkosti í ESB kosningum kem ég líka inn á það að ef til kosninga um ESB aðild kemur til þá þurfa þrír kostir að vera í boði, þ.e. evra í ESB, króna og svo þriðji gjaldmiðill. Fólk verður að kjósa ESB af því að það vill ESB en ekki bara vegna þess að það vill opið hagkerfi og betri gjaldmiðil en krónuna. Annars verður um þvingaða aðild að bandalaginu að ræða. Er breska pundið besti kosturinn? velti ég upp möguleikum breska pundsins.
Laugardagur, 11.4.2009
Er breska pundið besti kosturinn?
Umræður um hvað gera skuli í gjaldeyrismálum virðast vera komnar í öngstræti og þrætur um aðild að ESB. Í þessu sambandi má benda á að nýlega benti breski Evrópuþingmaðurinn David Hannan á sterk rök fyrir því að Íslendingar eigi að taka upp breska pundið. Frétt þess efnis birtist um þetta á mbl.is hér og grein Davids er að finna hér. Rök hans eru í stuttu máli þessi:
1. Bretland er stærsta viðskiptaland Íslands. 19% af útflutningi Íslands fara til Bretlands. Þá eru fjárfestingar Íslendinga meiri í Bretlandi en í öðrum ríkjum samanlagt.
2. Upptaka pundsins er ekki eins dýr og aðild að ESB. Íslendingar munu halda yfirráðum yfir auðlindum sínum og þurfa ekki að greiða stórfé í sjóði ESB.
3. Líkur eru á að Bretar væru í besta falli ánægðir með þá aðgerð en í versta falli stæði þeim á sama. Okkur líkar vel við ykkur," segir Hannan og bætir við að ólíkt mörgum ESB-ríkjum hafi Bretar aldrei séð ofsjónum yfir velgengni Íslendinga eða litið á sjálfstæði Íslands sem ógn við Evrópuþróunina. Ermarsundseyjarnar og Mön eru í gjaldmiðilssambandi við Bretland en standa utan Evrópusambandsins. Þær eru miklu ríkari en við en okkur er alveg sama."
Varðandi fyrstu rökin þá hlýtur að vera hagkvæmt fyrir útflytjendur vöru að þurfa ekki að kaupa íslenskar krónur af bönkum þegar gjaldeyrir er fluttur heim. Þannig næst fram sparnaður sem gerir útflutningsgreinarnar samkeppnishæfari og ætti að auka umfang og veltu í frum- og útflutningsframleiðslugreinum fremur en bankageiranum eins og verið hefur hingað til.
Heimild: http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/02/15/island_aetti_ad_taka_upp_breska_pundid/