Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2022

Tekjuminni ættu líka að geta valið einbýli

Stjórnmálaöflin hafa í framkvæmd tekið þá stefnu að tekjulægri einstaklingar skuli vera í fjölbýlum. Lóðir og skipulagsforsendur fyrir ein-, par-, og raðbýli hafa gert ráð fyrir stórum einingum sem hafa í raun aðeins verið á færi fólks með meðaltekjur og þar yfir að festa sér.

Þessu gætu stjórnmálaöflin hugað að við gerð kosningastefnuskráa sinna fyrir komandi kosningar og sveitarfélögin í framhaldi af því við gerð húsnæðisáætlana. Fjöldaframleidd lítil heilsárshús og smáhýsi á bilinu 15-40 m2 ættu að geta uppfyllt reglur og staðist kröfur. 

Ríkisvaldið gæti liðkað fyrir um gerð slíkra úrræða og sveitarfélögin skipulagt litlar lóðir fyrir þau til heilsársbúsetu. Sveitarfélög þyrftu einnig að bjóða upp á stöðulóðir fyrir eigendur lítilla færanlegra heilsárshúsa. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband