Bloggfærslur mánaðarins, október 2014

Færa má langbylgjuna yfir á miðbylgju (AM)

Hægt væri að færa langbylgjusendingarnar yfir á miðbylgju (AM). Flest útvarpsviðtæki eru með þeim möguleika enn þann dag í dag. Miðbylgjusendingarnar eru að vísu ekki jafn langdrægar og langbylgjan en til að mæta því mætti e.t.v. auka afl sendanna. Að líkindum er ekki dýrt að breyta Gufuskálasendinum sem og þeim á Eiðum því aðeins þarf að breyta tíðni útsendingarinnar. Síðar mætti svo athuga að bæta við tveim AM sendum í viðbót, einum á Suðurlandi og einum á Norðurlandi. Líklega er hægt að fá svona búnað notaðan í dag, þar sem margar stöðvar eru að skipta yfir í stafrænt. 

Sjá einnig blogg mitt um málefni langbylgjunnar frá árinu 2008: http://ragnargeir.blog.is/blog/ragnargeir/entry/687892/ 
Yfirlit yfir önnur blogg mín um Ríkisútvarpið: http://ragnargeir.blog.is/blog/ragnargeir/category/1661/ 


mbl.is Langbylgjan nauðsynleg landsmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband