Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013

Hagsmuni hverra er Ögmundur að vernda?

Í Kastljósinu í gær var Ögmundur andvígur því að hér yrði komið upp leyniþjónustu eins og gert hefur verið á hinum Norðurlöndunum en staðhæfir þó að fyllsta öryggis sé gætt og eftirlitið sé sambærilegt og þar. Er þetta þá bara spurning um orðanotkun og nafngift? Það er ótrúlegt að svo sé. 

Ég hef sagt það áður að ef heiðarlegur maður ætti að velja milli þess að vera rannsakaður af yfirvöldum á þeirra kostnað eða þess að vera sprengdur í loft upp af öfgamönnum eða drepinn af glæpagengi þá yrði ákvörðun hans fyrirsjáanleg.  Ég endurtek: Hagsmuni hverra er verið að vernda með því að draga lappirnar í öryggismálum?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband