Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
Laugardagur, 24.3.2007
Af hverju vinnur enginn að afnámi mjólkurkvótans?
Mjólkurkvótinn í landbúnaðinum hlýtur að verða þess valdandi að verð til neytenda hækkar og hagnaður framleiðenda lækkar. Þeir sem hagnast á slíku fyrirkomulagi hljóta til lengri tíma að vera fjármagnseigendur. Í landbúnaðinum er ekki verið að vernda neina auðlind, aðeins verið að stýra framleiðslu. Ég hef aldrei sannfærst um að heppilegast sé að miðstýra mjólkurframleiðslunni með þessum hætti, hef reyndar alltaf verið mjög vantrúaður gagnvart kvótum eða skömmtunum hverju nafni sem þær nefnast. Er þetta einhvers konar arfur fortíðar, skammtana- og haftadraugur sem okkur hefur ekki tekist að hrista af okkur ennþá?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)