Vefmyndavélar við Selfoss?

Löng bílalest myndaðist á leiðinni austur frá Hveragerðis til Selfoss síðastliðinn laugardag 8 júlí og það tók hátt í tvær stundir að aka þennan stutta spöl. Þetta ástand er ekki einsdæmi og er að verða of algengt. Ef vegfarendur hefðu haft upplýsingar um þennan umferðartappa þá hefðu einhverjir eflaust valið hjáleið, t.d. um Óseyrarbrúna. Þeir sem ætla á Selfoss gætu sem hægast tekið veg 34 upp á Selfoss frá Eyrarbakka.

Til að komast í austur framhjá Selfossi er síðan hægt að taka Votmúlaveg nr. 310. Ef tappi myndast á vegi 34 fyrir vestan Selfoss væri einnig hægt að fara veg 33 í austur frá Stokkseyri en hann sveigir í norður hjá Gaulverjabæ og sameinast hringveginum fyrir austan Selfoss.  Það er því talsvert pláss í boði á vegunum og í raun ástæðulaust að nýta ekki þessa vegi meðan allt er fullt ofan við Selfoss. 

Einföld leið til að gefa rauntímaupplýsingar af ástandinu í kringum Selfoss er með myndavél, eða myndavélum. Ef Vegagerðina skortir fjármagn til að kaupa ný tæki mætti hugsanlega færa einhverjar myndavélar tímabundið á þetta svæði þegar umferðin er mest núna að sumarlagi. Sem dæmi má nefna að á Festarfjalli eru 4 vélar, á Kambabrún 4 og á Þrengslavegamótum 4. Myndavélar myndu gera ástandið fyrirsjáanlegra og stytta biðina eftir þeim umferðarbótum sem nýja brúin mun hafa í för með sér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Baldvin Ólafsson

 Góð ábending. Vel skrifað.

Gunnlaugur Baldvin Ólafsson, 10.7.2023 kl. 08:32

2 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

 Takk fyrir góð orð og innlit Gunnlaugur.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 10.7.2023 kl. 09:48

3 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Nú hafa þær breytingar orðið að Vegagerðin hefur bætt úr þessu og vefmyndavélar eru komnar við Hellisbrú við hringtorgið fyrir ofan Selfoss. Líklega um mánuður síðan eða svo síðan þetta gerðist. Þakkir til Vegagerðarinnar fyrir þetta góða framtak!

Ragnar Geir Brynjólfsson, 17.6.2024 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband