Hvert stefnir íslenskur vinnumarkaður?

Smiður les Ilíonskviðu á háskólabókasafni

Fréttin um gagnrýni Eflingar á forseta ASÍ sýnir glöggt hvernig deilur um launakjör snúast líka um tungumál og menntun. Forseti ASÍ leggur réttilega áherslu á íslenskukunnáttu. Að tryggja stöðu íslenskunnar er ekki aðeins menningarlegt verkefni, heldur líka félagslegt og efnahagslegt. Ef ekkert verður að gert myndast gjá milli þeirra sem valda íslensku og þeirra sem ekki gera það. Tungumálaöpp og gervigreindartækni gætu gert fólki í láglaunastörfum kleift að æfa íslensku á vinnutíma. Vinnuveitendur gætu kostað slíkar áskriftir og með því staðið undir ábyrgð sinni gagnvart samfélaginu sem þeir sækja arð sinn til.

Um leið er ljóst að háskólanám sem ekki veitir starfsréttindi eða neinn beinan raunhæfan launaauka er orðið að lúxus sem fólk sækir frekar til að sinna hugðarefnum sínum eða til að vaxa í áliti en til að bæta lífskjör sín. Slíkt nám hefur menningarlegt gildi, en einstaklingurinn sem það stundar ber sjálfur fjárhagslega áhættu af því þó það geti skilað samfélaginu hagnaði síðar. Gáfulegra væri verja tímanum til hagnýtra starfsmiðaðra námskeiða og vinnustaðanáms sem gætu skilað beinni launahækkun strax.  Kannski ætti skilyrði fyrir lánum til óarðbærs háskólanáms að vera próf í hagnýtri atvinnugrein, til dæmis sjúkraliðapróf eða sveinspróf í iðngrein svo fólk hafi betri möguleika á að tryggja sér framfærslu, og menntasjóðnum endurgreiðslu þegar námi sleppir?


mbl.is Gagnrýna ummæli forseta ASÍ í viðtali á mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. október 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband