Andlát: Guðmundur Erlingsson

Guðmundur Erlingsson andaðist á heimili sínu í Opelousas Louisiana í Bandaríkjunum 2. desember sl. Bálför hans fer fram frá Sibille Funeral Home Chapel í Opelousas á morgun, laugardaginn 5. des. Guðmundur var fæddur 7. apríl 1931 á Galtastöðum í Gaulverjabæjarhreppi (nú Flóahreppi). Foreldrar hans voru J. Erlingur Guðmundsson og Guðlaug Jónsdóttir. Eftirlifandi systkini hans eru Arndís, Sigurjón og Árni sem búa á Selfossi. Þau áttu tvær systur sem létust barnungar. Guðmundur ólst upp hjá móðursystkinum sínum á Syðra Velli í sama hreppi. Hann tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík og hóf síðan nám við Washington State University sem styrkþegi árið 1951.

Guðmundur giftist eftirlifandi eiginkonu sinni Wirginiu Owens, hjúkrunarkonu frá Nowata Oklahoma 15. febr. 1957. Þau fluttust til Opelousas í Louisiana þar sem þau bjuggu síðan. Þau eignuðust þrjú börn Gretchen sem giftist Mark Deshotels býr í Opelousas, þau skildu. Barn þeirra er Alyce Deshotels. Mary sem giftist Michael Simon býr í Baton Rouge. Börn þeirra eru Alexander, Kathryn og Gabriel.  Eric sem giftist Kjersti Botnen býr í Ósló. Börn þeirra eru Elias og Emma.

Guðmundur starfaði við flutninga og vann fyrst fyrir Talton "Tiny" Turner hjá Louisiana Truck Brokerage. Síðar starfaði hann fyrir Al Robichaux hjá Union 76 vöruflutningaþjónustumiðstöð í Lafayette í Louisiana. Þegar Guðmundur komst á eftirlaun hlaut hann þann heiður að vera útnefndur heiðursprófessor við University of Louisiana vegna starfs við kennslu í forníslensku og þýðingu fornrita. Ásamt dr. W. Bryant Bachmann þýddi hann sex íslenskar fornsögur: Finnboga sögu ramma, Hálfs sögu og Hálfsrekka, Hrólfs sögu kraka og kappa hans, Svarfdæla sögu, Valla-Ljóts sögu og Þorleifs þátt jarlaskálds. Þessar sögur komu út í þrem bókum: "The Saga of Finnbogi the Strong" (ISBN-13: 9780819175946), "The Sagas of King Half and King Hrolf" (ISBN-13: 9780819181220) og "Svarfdaela saga and Other Tales" (ISBN-13: 9780819195135). 

Þeir sem vilja senda samúðarkveðjur geta farið inn á vef útfararstofunnar og skráð þær þar. Slóðin er: http://www.sibillefuneralhomes.com.  Smellt er á nafn Guðmundar og síðan á Guestbook. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Vel skrifuð grein Ragnar. ´Dvaldir þú ekki einhverntíman á þessum slóðum?  Minnir að þú hafir sagt mér frá því !

Þorsteinn Sverrisson, 13.12.2009 kl. 21:42

2 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Takk fyrir innlitið Þorsteinn, jú ég heimsótti þau 1978 í þrjár vikur og svo 1981 og var þá líklega tvo mánuði, aftur 1984 og nú síðast 2006 í stuttar heimsóknir. Það var ógleymanlegt að heimsækja þau og kynnast lífinu í Louisiana. Bestu kveðjur til ykkar.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 14.12.2009 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband