Tímabær starfshópur um málefni RÚV

Í fréttum síðustu viku var greint frá því að menntamálaráðherra hefði sett á laggirnar starfshóp um málefni RÚV. Starfshópur þessi á annars vegar að fjalla um stöðu RÚV á auglýsingamarkaði og hins vegar að fjalla um eignarhald á öðrum fjölmiðlum. Þetta er þarft og tímabært framtak hjá ráðherranum og ber að lofa. Gera má ráð fyrir að starfshópur þessi láti langtímasjónarmið móta starfshætti sína og taki tillit til ýmissa sjónarmiða stjórnarskrárinnar svo sem jafnræðisreglu. Í því sambandi þarf að huga að því að ríkið styrki menningarstarfsemi annarra fjölmiðla svo ekki þurfi að koma til samþjöppunar á eignarhaldi þeirra sem gæti stangast á við samkeppnislög. Þar með myndi verða lagður grunnur að fjölbreyttri flóru sjálfstæra en stöndugra fjölmiðla sem gætu haft samstarf t.d. um rekstur fréttastofu og með ríkisstyrk væri hægt að tryggja að innlendri menningu yrði sýndur sá sómi sem löngu er tímabær. Með þessu móti væri komið í veg fyrir að fjöreggi ljósvakamenningarinnar verði komið fyrir hjá einum aðila sem er viðhorf sem hefur sýnt sig að duga illa, jafnvel svo mjög að hægt er að tala um Menningarlega Maginotlínu þar sem RÚV- Sjónvarpið er.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband