Rosadrýli

Hvað eru rosadrýli? Hvað er rosi? Á Suðurlandi er mikil og langvinn rigningartíð að sumri kölluð rosi. Mjög votviðrasamt sumar er kallað rosasumar. Rosadrýli eru litlar heyhrúgur, minni en heysátur sem hróflað var upp á túnunum í rosatíð í þeim tilgangi að verja heyið fyrir mestu rigningunni. Getur verið að þetta orð sem og þessi heyverkunaraðferð sé jafnvel óþekkt í öðrum landsfjórðungum?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Þetta er eitthvað sem var liðið undir lok þegar ég var í sveit sem gutti uppi í hrunamannahreppi, Þó segir hugurinn mér að þessi aðferð sé notuð að litlu leyti en þann dag í dag. Rekur minni til að hafa séð svona heyhrúgur vestur á Snæfellsnesi fyrir tveimur árum síðan á túni við eitthvert kotbýli. Reyndar var breidd yfir þær svona kollhúfa, svipuð plastpoka.

Eiríkur Harðarson, 19.6.2007 kl. 00:59

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Maður er bara kominn með töðulyktina í nasirnar af þessu tali ykkar!

Eitthvað rámar mig í svona skyndibjörgunaraðgerðir, en man ekki úr hvaða sveitinni það var, undir Eyjafjöllum, í Flóanum eða í Þverárhlíð í Borgarfirði ...

Jón Valur Jensson, 28.6.2007 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband