Ein gaflatugga

Hve mikið þarf einn hestur? Áður var sagt að í fóðrun væru tíu kindur á við einn hest og fjórir hestar á við eina kú. Þegar beitt var, var talið að 30 kindur bitu á við einn hest. Þegar hey var borið úr heygörðum inn í húsin í laupum var einn laupur venjulega nóg fyrir eina kú. Gaflatugga var tugga ofan á sléttfullum laup líklega um 1/4 af laupnum. Einum hesti nægði gaflatuggan í málið. En hvað ætli þurfi mikið af góðu beitilandi til að beita einum hesti á sumarlangt?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Einn kapall er einn hestburður af heyi, þ.e. 2 sátur sitt hvoru megin á klifbera. Áætlað var að 3 kaplar dygðu fyrir kind í vetrarfóðrun, 10 kaplar f. hestinn og 40 kaplar fyrir kúna. Miðað var við þurrt hey. Miðað var við að hestar væru á fóðrum frá nóvember til maíloka en kýr voru teknar á fóður í byrjun október og til maíloka.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 28.5.2007 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband