Lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð

12. okt. sl. samþykkti Alþingi lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð. Þau mynda grundvöll úrræðisins "Fyrsta fasteign" sem oddvitar síðustu ríkisstjórnar kynntu í ágúst sl. Í lögunum er mælt fyrir um þrjár leiðir við ráðstöfun á viðbótariðgjaldi í lífeyrissjóð. Þær eru 1) heimild til úttektar á uppsöfnuðu viðbótariðgjaldi séreignasparnaðar til kaupa á fyrstu íbúð, 2) heimild til að ráðstafa viðbótariðgjaldi inn á höfuðstól láns og 3) heimild til að ráðstafa viðbótariðgjaldi sem afborgun inn á óverðtryggt lán, sem tryggt er með veði í fyrstu íbúð, og sem greiðslu inn á höfuðstól þess. 

Sjá nánar hér: 
Vefur fjármálaráðuneytisins
Frétt Vísis og Mbl. um málið. 
Ferill málsins á þingi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband