Greiðar samgönguleiðir eru lífæð búsetu í landinu

Vegakerfið hefur stórlega látið á sjá vegna viðhaldsleysis á aðeins örfáum árum. Mikilvægt er að fjárfesta í uppbyggingu og viðhaldi vegakerfisins. Auka þarf umferðaröryggi og vinna kerfisbundið eftir sérstakri umferðaröryggisáætlun. Á næsta ári skal ráðast í sérstakt átaksverkefni til að bregðast við því hættuástandi sem víða hefur skapast í vegakerfinu. Sérstök áhersla verði lögð á gerð aðreina og bættra vegmerkinga. Tryggja verður að á hverjum tíma sé að minnsta kosti unnið að tveimur jarðgöngum í landinu og áfram haldið þar til brýnustu verkefnum á því sviði er lokið. Í því sambandi sé sérstaklega lögð áhersla á að rjúfa einangrun byggðalaga á Austurlandi og Vestfjörðum.

Úr ályktunum 34. flokksþings Framsóknar um samgöngur.


mbl.is Álftafjarðargöng undirbúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband