Framsókn vill styrkja og efla menntakerfið

Menntakerfið er ein af grunnstoðum samfélagsins. Framsóknarflokkurinn leggur ríka áherslu á að styrkja það og efla með hagsmuni nemenda og þjóðarinnar að leiðarljósi. Hann vill standa vörð um öflugt menntakerfi er leiðir til hærra menntunarstigs þjóðarinnar. Framsóknarflokkurinn telur mikilvægt fyrir samfélagið að ný þekking og hugmyndastraumar í greinum háskólastigsins berist jafnt og þétt til landsins. Í þeim tilgangi er mikilvægt að háskólasamfélagið hvetji nemendur til framhaldsnáms á háskólastigi erlendis. Leggja þarf áherslu á að fá hingað til lands erlenda fræðimenn til kennslu og rannsóknarstarfa.

Þetta og fleira kemur fram í ályktunum 34. flokksþings Framsóknar um menntamál.


mbl.is Vilja menntamálin í forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband