Ákvarðanir stjórnvalda þurfa að standa

Kjörnir fulltrúar eiga að láta hagsmuni, lög og reglur samfélagsins hafa forgang. Stöðug stjórnsýsla stuðlar að friði í samfélaginu og er forsenda áætlanagerðar. Stjórnvald sem tekur til baka ákvarðanir sínar, til dæmis lóðaúthlutun eða stöðvar framkvæmdir án fullnægjandi rökstuðnings veldur óvissu eða óróa. Þess vegna gæti þurft að klára ókláruð en ósjálfbær verkefni eins og t.d. að klára hálfbyggð glæsihús. Framkvæmdaleyfi og lóðaúthlutanir eru samt skilyrðum háð. Ef þessi skilyrði eru ekki uppfyllt er vitaskuld hægt að afturkalla leyfi. Þá er líka leikreglum fylgt. En ef skilyrðin eru uppfyllt er óhyggilegt að valda róti með afturköllun leyfis.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband