Líflegir miðbæir

Í skipulagsmálum Árborgar horfum við í Framsókn á sérstöðu byggðakjarnanna. Þeir hafa byggst upp í kringum verslun, þjónustu, fiskveiðar eða iðnað þó margt hafi breyst í því sambandi. Við viljum varðveita hefðina og byggja með tilliti til þess stíls og þeirrar hönnunar sem þegar er fyrir og hefur fengið að þróast. Framtíðarsýn okkar felur í sér líflega miðbæi þar sem blómlegur markaður, græn svæði, menningarstarfsemi, afþreying og þjónusta þrífst innan göngufæris frá miðpunkti. Þannig verða bæirnir okkar aðlaðandi og skemmtilegir bæði fyrir okkur sem hér búum sem og gestina sem hingað koma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband