Eggert Ólafsson var grænn

 

Fyrir mig einn ég ekki byggi,
afspring heldur og sveitunginn,
eftir mig vil ég verkin liggi,
við dæmin örvast seinni menn;
ég brúa, girði, götu ryð,
grönnunum til þess veiti lið.

Svo hljóðar erindi í Búnaðarbálki Eggerts Ólafssonar sem ortur er um 190 árum áður en hugtakið sjálfbær þróun var skilgreint árið 1987 í skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Vísbendingum fjölgar um að lífshættir séu ósjálfbærir og við eigum að búa í haginn fyrir næstu kynslóðir, skila ekki bara jörðinni í viðunandi ástandi heldur einnig efnahag og menningu. Framsókn vill skynsamlega og sjálfbæra nýtingu á gæðum jarðar sem skaðar ekki hagsmuni komandi kynslóða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

En hvað með moskur? Hver er eiginlega afstaða sannra framsóknarmanna til þeirra?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.5.2014 kl. 23:00

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hvað skrifaði Eggert um heimshitnun? Var það eitthvað í líkingu við það sem SDG sagði nýlega.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.5.2014 kl. 23:02

3 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Sæll dr. Vilhjálmur.

Fyrri athugasemdin er all-langt út fyrir efnið. Ég ætla að halda mig við umræðuefnið hér. 

Heimshitnun er nýlegt hugtak og var ekki til komið á tímum Eggerts. Hann og sennilega fleiri upplýsingamenn hafa samt verið komnir með aðalatriðin í grænu hugsuninni á þessum tíma og vera má að þessi hugsun sé enn eldri. Ég heyrði fyrir nokkru sagt frá nytjaskógi í Frakklandi sem plantað var á upplýsingatímanum. Mig minnir að konungurinn hafi látið planta honum. Kannastu við einhver svona dæmi ?

Ragnar Geir Brynjólfsson, 25.5.2014 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband