Þarf ekki að koma á óvart

Þessi frétt af tapi Microsoft sem er til komið vegna afskrifta á virði þjónustuþátta á vefnum þarf ekki að koma á óvart. Google hefur verið leiðandi á sviði þessara þjónustuþátta sem eru atriði á borð við leitarvélina velþekktu en auk hennar eru í boði hjá Google vefpóstur, gagnageymsla á netinu, aðstaða fyrir netvinnuhópa auk fleiri atriða.

Google nýtur frumkvöðlastarfs síns á þessu sviði og Microsoft hefur ekki tekist að skáka þeim nægilega vel. Microsoft leitarvélin Bing hefur ekki náð almennri hylli á borð við leitarvél Google þó hún hafi ákveðna kosti. Hún er til dæmis góð til leitar á Microsoft vefnum sjálfum.

Það má einnig gera ráð fyrir því að samkeppnin við opnu kerfin, svo sem Ubuntu Linux muni harðna á næstu misserum hvað varðar stýrikerfi fyrir vinnustöðvar. Ubuntu 12.04 LTS kerfið sem var gefið út fyrr á þessu ári verður t.d. stutt hvað varðar kerfisuppfærslur til ársins 2017 og það gjaldfrjálst. Sjá hér: http://wiki.ubuntu.com/LTS/


mbl.is Google græðir, Microsoft tapar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband