Hví ekki sýna leikverk Þjóðleikhússins í sjónvarpinu?

Um helgina horfði ég, lauslega þó, á skemmtilegan sjónvarpsþátt sem sýndi innra starf Þjóðleikhússins í tilefni af 60 ára afmæli þess og undirbúning fyrir sýningu Íslandsklukkunnar.  Þetta leiðir hugann að þeirri spurningu af hverju ekki er hægt að sjónvarpa sýningum leikhússins sem eru teknar upp hvort eð er?

Hægt væri að bíða með sjónvarpa upptökunni í 1-2 ár frá því að sýningum á verkinu væri hætt til að tryggja að útsendingar hefðu hverfandi áhrif á miðasölu og aðsókn að sýningum.  Nú er siður að útvarpa frá sinfóníutónleikum. Hugsanlega eru höfundarréttarsjónarmið sem hindra útsendingar leikverka en það ætti að vera hægt að leysa slík mál hjá þjóð sem ber metnað í brjósti gagnvart sinni eigin menningu og greiða höfundum þau laun sem þeim ber.  Öðrum eins upphæðum er trúlega varið til kaupa á erlendum framhaldsþáttum eða íþróttaviðburðum. Þannig er krónum sem  teknar eru með skattvaldi af þjóðinni varið til að styrkja erlenda menningarstarfsemi.

Miðað við efnahagsþróun síðustu ára verður að segjast eins og er það það er vart á færi annarra en vel stæðra þjóðfélagsþegna og þeirra sem eru miðaldra eða eldri að njóta menningarviðburða.  Ferð fjögurra manna fjölskyldu til Reykjavíkur utan af landi auk kaupa á tónleika- eða leikhúsmiða fyrir alla er því miður það dýr pakki að það er frekar eitthvað ódýrara sem verður fyrir valinu. 

Í leikhúsunum er unnið mikið og gott menningarlegt starf og svona útsendingar myndu tryggja að margir nytu þess starfs sem ekki njóta þess nú miðað við núverandi fyrirkomulag ríkissjónvarpsins.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband