Ríkið greiðir fyrir kynskiptiaðgerðir en ekki tannréttingar

Vísir.is greinir frá því hér að hver kynskiptiaðgerð sem framkvæmd er kosti ríkissjóð um eina milljón króna. Samkvæmt fréttinni er fenginn erlendur læknir til að framkvæma fjórar slíkar aðgerðir hér heima. Aðgerðirnar flokkast undir lýtaaðgerðir.

Við þessar fréttir er ekki laust við að spurningar vakni um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu. Lýtaaðgerðir eru ekki nauðsynlegar til að viðhalda lífi fólks en þær geta samt bætt  lífsgæði. Nú eru tannréttingar í mörgum tilfellum ekkert annað en lýtaaðgerðir en samt endurgreiðir hið opinbera mest 150 þúsund krónur vegna þeirra. Stærsta hlutann sem getur numið um 5-700 þús. króna þurfa foreldrar og aðstandendur barna að bera. 

Hverjir ætli það séu sem ákveða hvaða lýtaaðgerðir skuli greiddar af ríkinu og hverjar ekki? Eru það ráðherrar, embættismenn í ráðuneytinu, heilbrigðisstarfsfólk, eða eru það málefnahópar þeirra stjórnmálaflokka sem eru við völd hverju sinni? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarfur og réttlátur punktur hjá þér Ragnar.

Stundum veit maður ekki hvort maður er að koma eða fara þegar maður kafar í mál sem eru af þessu caliberi.

Þetta er hreint út sagt FÁRÁNLEG FORGANGSRÖÐUN !!

runar (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 19:02

2 identicon

Kynskipti aðgerðir flokkast hjá hinu opinbera undir lýtaaðgerðir en eru reyndar hjálp til að komast í réttan líkama vegna framleiðslugalla og er sálræn vanlíðan fólks fætt með rangan líkama læknuð með þessum aðgerðum og því gert mögulegt að lifa en margir fæddir með þennan galla hafa því miður svift sig lífi því það var jú eina leiðin til að losna úr sálarkvölum svo ekki held eg að eigi að sja eftir þessum kronum í bætt líf fólks 

nollinn (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 21:07

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Vá, aðeins eina milljón. Mig langar í pólitík og nú er það loksins hægt. Af með typpið, og það ókeypis. Svo langar að verða eins og þessi sem hringir bjöllunni á Alþingi, eða eins og Gnarr.

Allt grín til hliðar. Þetta er út í hött eins og svo margt annað á Íslandi

 

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.6.2010 kl. 21:25

4 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Sammála þér Ragnar, ef hægt er að greiða milljón í þetta þá á líka að greiða tannréttingar hjá fólki.

Sædís Ósk Harðardóttir, 6.6.2010 kl. 23:15

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er ótrúlegt í okkar kreppulandi, Ragnar, enda var maklega fjallað um þetta með gagnrýnum hætti í fréttaþætti Stöðvar 2 í gær (á laugardagskvöld). En ætli það séu ekki hinir ofurmálefnalegu málefnahópar ráðandi flokka sem ákveða þetta? Em það er víst ekkert lát á undanlátsseminni, m.a.s. var Guðfríður Lilja komin með eitthvert frumvarp til að bæta enn stöðu þessara sem halda að það þurfi að "leiðrétta" kyn sitt. Svo eru sumir fjölskyldur farnar að hafa vart til hnífs og skeiðar!

Jón Valur Jensson, 7.6.2010 kl. 00:13

6 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Nolli: Nú hefur m.a. verið skorið niður í þjónustu við geðfatlaða og göngudeildum lokað vegna sumarafleysinga. Við vitum að þó að reynt sé að huga vel að öllum þá er þjónustan samt skert. Að óathuguðu máli þá tel ég að fólk í þeim hópi sé jafn líklegt eða líklegra til að finna til sálrænnar vanlíðunar og þeir sem finnst þeir vera fangar í röngum líkama. Sumir þjást vegna of stórra eyrna, of stórs nefs eða einhverra lýta. Hvað með þeirra þjáningar?

Vilhjálmur: Já, það væri svalt að vera eins og þessi sem hringir bjöllunni, hún er flott ;)

Sædís: Já forgangsröðunin kemur óneitanlega spánskt fyrir sjónir. Ég minnist ekki þessa baráttumáls af málefnaskrá Vinstri Grænna sem fara með málaflokkinn núna. Spurning hvaðan umboðið til þessara ákvarðana kemur?

Jón: Já málefnahóparnir. Hvaðan ætli þeirra umboð komi? Ég minnist ekki að þetta hafi verið sérstakt baráttumál í síðustu kosningabaráttu. Reynar finnst mér þessi tala, 1 milljón frekar lág miðað við að tannrétting í efri og neðri gómi kostar að jafnaði aðeins minna. Hvernig ætli það sé með hormónameðferðina og sjúkrahúsleguna? Það kemur ekki fram í fréttinni.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 7.6.2010 kl. 18:53

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, Ragnar, ég hygg þetta rétt mat hjá þér, og mig minnir, að frumvarpið hennar Guðfríðar Lilju gangi út á, að þetta kynskiptifólk fái sálfræðiráðgjöf borgaða af ríkinu, til viðbótar við það sem ríkið greiðir nú þegar að öðru leyti. Skal athuga málið.

Jón Valur Jensson, 7.6.2010 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband